sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mótadagar og liðskipan Uppsveitadeildar 2012

15. desember 2011 kl. 14:39

Mótadagar og liðskipan Uppsveitadeildar 2012

Blásið verður til leiks í Uppsveitadeildinni þann 27. janúar nk. Hestamannafélögin Smári, Logi og Trausti standa að mótaröðinni sem nú verður haldinn í þriðja sinn. Sjö þriggja manna lið munu þá etja kappi í fimm keppnisgreinum.

Mótadagsetningar eru eftirfarandi:
  • 27 janúar             SMALI
  • 24 febrúar           FJÓRGANGUR
  • 23 mars               FIMMGANGUR
  • 20 apríl                TÖLT/SKEIÐ

Á kynningarfundi Uppsveitadeildarinn sl. fimmtudag var einnig dregið  í lið, en þau verða skipuð eftirfarandi knöpum (með fyrirvara um breytingar):

LIÐ 1     
Vilmundur Jónsson
Bjarni Birgisson
Ástrún Sólveig Davíðsson                                            
 
LIÐ 2    
Grímur Sigurðsson
Bryndís Heiða Guðmundsdóttir
Hermann Þór Karlsson                     
 
LIÐ 3     
Gunnlaugur Bjarnason
Gunnar Jónsson
Einar Logi Sigurgeirsson                                         
 
LIÐ 4     
Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg
Kristbjörg Kristinsdóttir
Guðmann Unnsteinsson            
 
LIÐ 5     
María Birna Þórarinsdóttir
Líney Kristinsdóttir
Þórey Helgadóttir                                      
 
LIÐ 6     
Guðrún S. Magnúsdóttir
Sólon Morthens
Knútur Ármann                                                 
 
LIÐ 7     
Óskipað þremur Traustafélögum
 

Þá mun vera keppt í Uppsveitadeild æskunar samhliða, en hún var haldin í fyrsta skipti í fyrra og þótti heppnast með prýði. Þá etja kappi ungir knapar í þremur liðum fyrrnefndra hestamannafélaga.

Keppnisdagar Uppsveitadeildar æskunar á næsta ári verða eftirfarandi:
  • 10 mars               SMALI
  • 31 mars               TÖLT/FJÓRGANGUR
  • 28 apríl                ÞRÍGANGUR/FIMMGANGUR/SKEIÐ

Mótin verða haldnar í reiðhöllinni á Flúðum og búast má við líflegum og spennandi mótum enda gefa uppsveitungar ekkert eftir þegar á hólminn er komið. Fréttir af deildinni má nálgast á heimasíðu hestamannfélagsins Smára.