mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mótadagar ársins 2017

7. desember 2016 kl. 08:42

Norðlenska hestaveislan

Mótaskrá ársins 2017

Nú þegar hafa nokkrir mótshaldarar skilað af sér þeim dagsetningum sem þeir áætla í sín mót á keppnisárinu 2017. Ljóst er að á þeim lista að mikið er um innanhúsmnót og keppnisdeildir í reiðhöllum víða um land.

Fyrsta mót ársins er fyrirhugað nýársmót Léttis. Fyrsta mótaröðin hefur svo göngu sína á Hellu þegar keppt er í fjórgang í Suðurlandsdeildinni 31.janúar. Í febrúar, mars og apríl eru síðan fyrirhugaðir 63 dagar bæði í keppni og reiðhallarsýningum, þannig að hestaáhugamenn ættu að hafa nóga afþreyingu.

18.-21.maí er skráð WR íþróttamót Sleipnis og 8.-11.júní er svo íþróttamót Spretts og úrtaka fyrir HM. Íslandsmót fullorðinna þetta árið er haldið á Gaddstaðaflötum á Hellu 6.-9.júlí og íslandsmót yngri flokka á Hólum í Hjaltadal 13.-16.júlí.

  

Það lítur því út fyrir spennandi keppnisár á næsta ári.

Ljóst er að fleiri mótshaldarar eiga eftir að skila inn áætluðum dagsetningum um keppnisdaga.

Nánar má glöggva sig á mótadögum 2017 inn á Síðu LH.