sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mörg glæsihross mæta í Ölfushöll á morgun

9. mars 2011 kl. 12:40

Mörg glæsihross mæta í Ölfushöll á morgun

Keppt verður í fimmgangi annað kvöld í Meistaradeild í hestaíþróttum. Eins og alltaf hefst keppnin kl. 19.30 í Ölfushöllinni. Miðað við ráslista mótsins er óhætt að segja að hart verði barist um sæti í úrslitum annað kvöld.

Á ráslistanum er að finna margfalda fimmgangssigurvegara, Íslandsmeistara, hátt dæmd kynbótahross, þaulreynd keppnishross og önnur bráðefnileg.

Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Top Reiter, Líflands og Baldvini og Þorvaldi. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en miðar verða einnig seldir við innganginn. Eins og áður verður bein útsending frá mótinu á Meistaradeildarsíðu Eiðfaxa og á www.meistaradeild.is

Hér að neðan eru ráslistar fyrir annað kvöld:

1. John Kristinn Sigurjónsson-Málning / Ganghestar- Sál frá Ármóti
2. Teitur Árnason - Árbakki / Norður-Götur - Þulur frá Hólum
3. Sigurbjörn Bárðarson - Lýsi  -  Stakkur frá Halldórsstöðum
4. Elvar Þormarsson   - Spónn.is -Skuggi frá Strandarhjáleigu
5. Þórdís Erla Gunnarsdóttir  - Auðsholtshjáleiga  - Hreggviður frá Auðsholtshjáleigu
6. Sigursteinn Sumarliðason -  Spónn.is  - Bergþór frá Feti
7. Sigurður Óli Kristinsson  -  Lýsi - Gígur frá Hólabaki
8. Hulda Gústafsdóttir - Árbakki / Norður-Götur - Seifur frá Prestsbakka
9. Sigurður Sigurðarson - Lýsi - Svalur frá Blönduhlíð
10. Edda Rún Ragnarsdóttir - Auðsholtshjáleiga -  Hreimur frá Fornusöndum
11. Arnar Bjarki Sigurðarson - Hrímnir - Vonandi frá Bakkakoti
12. Sólon Morthens - Spónn.is - Frægur frá Flekkudal
13. Bylgja Gauksdóttir -  Auðsholtshjáleiga  -  Andrá frá Dalbæ
14. Anna Valdimarsdóttir - Málning / Ganghestar  - Björk frá Vindási
15. Jakob Svavar Sigurðsson - Top Reiter / Ármót / 66°Norður  - Hylling frá Flekkudal
16. Hinrik Bragason - Árbakki / Norður-Götur - Glymur frá Flekkudal
17. Þorvaldur Árni Þorvaldsson  -  Top Reiter / Ármót / 66°Norður - Gjafar frá Hvoli
18. Viðar Ingólfsson -   Hrímnir  - Már frá Feti
19. Vignir Siggeirsson - Hrímnir - Heljar frá Hemlu
20. Guðmundur Björgvinsson  - Top Reiter / Ármót / 66°Norður - Skjálfti frá Bakkakoti
21. Sigurður Vignir Matthíasson -  Málning / Ganghestar - Máttur frá Leirubakka