þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mongol Derby byrjað

6. ágúst 2014 kl. 22:38

Aníta reið um það bil 120 km fyrsta daginn.

Aníta Aradóttir keppir í einni hættulegustu kappreið heims, Mongol Derby. Í keppninni er riðið 1000 km. og var fyrsti dagur Anítu í dag. 

Aníta stóð sig mjög vel á fyrsta keppnisdegi í Mongol Derby og er í 15. sæti samkvæmt upplýsingum frá mótstjórn keppninnar. Samkvæmt GPS tæki Anítu er hún í fremsta hópnum í búðum númer 3. Það þýðir að hún hefur riðið 120 kílómetra fyrsta keppnisdaginn. Keppendur voru þreyttir þegar þeir komu á leiðarenda að loknum fyrsta keppnisdegi og fóru snemma í háttinn til að undirbúa sig fyrir átök morgundagsins.

Hægt er að heita á Anítu með fjárframlögum með því að leggja inn á reikning  515- 26- 253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins og 515- 26- 253778 til að styrkja Cool Earth, sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. Sama kennitala er á báðum reikningunumen hún er : 200282-3619

Hér er hægt að fylgjast með gangi keppninnar

Facebook síða Anítu