miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Möller og Flosi ekki með í fjórgangi

6. ágúst 2013 kl. 08:46

Möller frá Blestastöðum 1A og Flosi Ólafsson fóru mikinn á Gullmótinu í Reykjavík

Möller frá Blesastöðum og Flosi Ólafsson eru ekki skráðir á lokaráslista í fjórgangi.

Það vekur furðu margra áhorfanda hér í Berlín að Flosi Ólafsson og Möller frá Blestastöðum 1A eru ekki skráðir á lokaútgáfu ráslista í fjórgangi V1. Þeir voru upphaflega skráðir í bæði tölt T1 og fjórgang en nú þykir víst að þeir muni ekki koma til með að keppa í dag.

Möller er mjög hátt dæmdur graðhestur, en hann er með 8.95 fyrir hæfileika, þar af 9.5 fyrir tölt og 9 fyrir brokk, stökk og hægt tölt.

Hestur með svo háar einkunnir í kynbótadómi ætti samkvæmt öllum líkum að ná góðum árangri í fjórgangi og því spurning hvers vegna ákveðið var að draga þá félaga í hlé.