þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Moli seldur

24. febrúar 2015 kl. 20:10

Nils Christian Larsen og Moli frá Skriðu

Moli frá Skriðu er farinn á nýjan stað.

Moli frá Skriðu hefur verið seldur til Belgíu. Nýjir eigendur hans eru Stijn og Evy Rottiers. Samkvæmt heimasíðu náttfara776 er stefnan á að keppa á Mola í vor en einnig mun hann sinna merum í sumar. 

Nils Christian Larsen hefur gert það gott á Mola en þeir hafa landað mörgum titlum og voru m.a. í 5.sæti í tölti á Heimsmeistaramótinu í Berlín.