þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Molabörn í barnaflokkinum

30. júní 2014 kl. 17:21

Kristján Árni Birgisson og Sálmur frá Skriðu

Moli frá Skriðu á nokkur afkvæmi í barnaflokkinum.

Moli frá Skriðu á þrjú afkvæmi í barnaflokkinum en það eru þau Saga frá Skriðu, Gullmoli frá Möðrufelli og Sálmur frá Skriðu. Öll náðu þau inn í milliriðla en Egill Már Ólafsson er að keppa á Sögu frá Skriðu og hlutu þau 8,75 í einkunn, sem gerir annað sætið. Sálmur frá Skriðu og Kristján Árni Birgisson eru í sjöunda sæti með 8,58 í einkunn og þau Gullmoli frá Skriðu og Lilja Maria Suska eru í 30. sæti með 8,28 í einkunn. 

Moli sjálfur hefur gert það mjög gott í keppni undanfarin ár undir stjórn Nils Christian Larsen. Moli var m.a. í úrslitum í tölti á síðasta Heimsmeistarmóti.

Egill Már Þórsson og Saga frá Skriðu

 

Lilja Maria Suska og Gullmoli frá Möðrufelli