miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Möguleg sameining þriggja hestamannafélaga rædd

10. febrúar 2015 kl. 15:07

Frá opnunarhátíð Landsmóts hestamanna 2014.

Boðað er til fundar í Tjarnarbæ í kvöld.

Hestamannafélögin Léttfeti, Stígandi og Svaði hafa boðað til fundar um sameiningarmál félaganna í Tjarnarbæ í kvöld þriðjudag 10.febrúar sem hefst kl. 20.30.

 „Á fundinum mun nefndin sem var sett á laggirnar af stjórnum félaganna fyrr í vetur gera grein fyrir störfum sínum og niðurstöðu í þessu máli. Í þessari nefnd eru frá Léttfeta Guðmundur Sveinsson og Sigríður Gunnarsdóttir, frá Stíganda eru Agnar H.Gunnarsson og Ingimar Ingimarsson og fyrir Svaða eru Guðjón Björgvinsson og Haraldur Jóhannesson.

Var þessari nefnd gert að skoða mögulega sameiningu hestamannafélaganna þriggja og hafa þau nú komist að niðurstöðu sem þau ætla að kynna á þessum fundi. Eru því allir hestamenn og hestaáhugafólk kvatt til að mæta á þennan fund því sitt sýnist hverjum um þessi mál og því gott að kynna sér og koma sínum hugmyndum og rökum á framfæri á einum stað,“ segir í frétt á vef hestamannafélagsins Stíganda.