fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mjótt á munum

20. júní 2016 kl. 09:00

Steggur frá Hrísdal, Knapi Siguroddur Pétursson

Stöðulisti í B flokki gæðinga.

Nú er nákvæmlega vika í að Landsmót hestamanna hefjist en það hefst á keppni í B-flokki. Það voru þeir Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi sem sigruðu B flokkinn með met einkunn. Loki mætir aftur í ár en nú með nýjan knapa, Árna Björn Pálsson. 

Efstu á stöðulista í B flokki er Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal en Siguroddur var í þriðja sæti á síðasta Landsmóti í sömu grein á Hryn frá Hrísdal. Annar er Vökull frá Efri-Brú og þriðja er Sending frá Þorlákshöfn. Það munar litlu á efstu hestum en einungis nokkrar kommur skilja þá að.

Stöðulisti - B flokkur - WorldFengur.

1 Siguroddur Pétursson Steggur frá Hrísdal 8,84 - Landsmótsúrtaka Vesturlandi - Fyrri umferð 
2 Ævar Örn Guðjónsson Vökull frá Efri-Brú 8,78 - Gæðingamót Spretts 
3 Helga Una Björnsdóttir Sending frá Þorlákshöfn 8,76 - Opið gæðingamót og úrtaka Sleipnis,Ljúfs og Háfeta 
4 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8,75 - Opið gæðingamót og úrtaka Sleipnis,Ljúfs og Háfeta 
5 Þórarinn Ragnarsson Hringur frá Gunnarsstöðum I 8,72 - Gæðingamót Spretts 
6 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8,71 - Seinni umferð 
7 Ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum II 8,71 - Úrtaka fyrir Landsmót 
8 Jakob Svavar Sigurðsson Oddi frá Hafsteinsstöðum 8,71 - Úrtaka fyrir Landsmót 
9 Mette Mannseth Viti frá Kagaðarhóli 8,71 - Úrtaka NV Sunnudagur 
10 John Sigurjónsson Feykir frá Ey I 8,69 - Landsmótsúrtaka Vesturlandi - Fyrri umferð 
11 Árni Björn Pálsson Loki frá Selfossi 8,67 - Opið gæðingamót og úrtaka Sleipnis,Ljúfs og Háfeta 
12 Guðmundur Björgvinsson Sökkull frá Dalbæ 8,66 - Úrtaka fyrir Landsmót Geysir, Logi, Smári, Trausti 
13 Sigurður Sigurðarson Arna frá Skipaskaga 8,65 - Úrtaka fyrir Landsmót Geysir, Logi, Smári, Trausti 
14 Hinrik Bragason Pistill frá Litlu-Brekku 8,64 - Gæðingamót Fáks 
15 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum 8,63 - Opið gæðingamót og úrtaka Sleipnis,Ljúfs og Háfeta 
16 Agnar Þór Magnússon Þjóstur frá Hesti 8,62 - Landsmótsúrtaka Vesturlandi - Seinni umferð