mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 til Einars Öders

6. júlí 2012 kl. 10:47

Mjölnir frá Hlemmiskeiði var einn af 117 stóðhestum í Stóðhestablaði Hestablaðsins 2011.

Loki frá Selfossi til Sveins Gauks Jónssonar

Dregið hefur verið í áskriftarhappdrætti Hestablaðsins. Fyrsti vinningur, folatollur undir Mjölni frá Hlemmiskeiði 3, féll í skaut Góðhesta ehf., eða þeirra hjóna Einars Öders Magnússonar og Svanhvítar Kristjánsdóttur í Halakoti.

Annar vinningur, folatollur undir Loka frá Selfossi, kom í hlut hins kunna hestamanns Sveins Gauks Jónssar. Þriðja vinning, folatoll undir Kjarna frá Þjóðólfshaga, hlaut Ingeborg Steinsdóttir.

Þrír heppnir áskrifendur hlutu korta- og reiðleiðabókina "1001 þjóðleið" eftir Jónas Kristjánsson. Það voru: Magnús Leópoldsson, Foss ehf., og fyrrum ráðunautur Kristinn Hugason, sem flestir hestamenn ættu að kannast við.

Anna S. Sigmundsdóttir hlaut "Hraunreiðtúr" með Íshestum, sem er stutt hestaferð um hraunið umhverfis Sörlasvæðið í Hafnarfirði.

Fría áskrift að Hestablaðinu í sex mánuði hlutu eftirtaldir aðilar: Torfunes, Guðný Sigurðardóttir, Fjóla Dögg Gunnarsdóttir, Steinar Steingrímsson, Jóna Einarsdóttir.

Hestablaðið óskar þessum heppnu áskrifendum til hamingju með vinningana.