sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mjallhvít frá Þverholtum

20. júlí 2019 kl. 08:30

Mjallhvít frá Þverholtum

Fulltrúi Íslands í flokki fimm vetra hryssna

 

Nú á sama tíma og landslið Íslands var kynnt til sögunnar var sagt frá því hvaða kynbótahross fara fyrir Íslandshönd á heimsleikanna. Ekki næst alltaf að senda út hæst dæmdu hrossin í hverjum flokki þar sem eigendur þeirra eru ekki tilbúnir að senda þau úr landi, þar sem þau hafa mikið gildi sem kynbótagripir, og eða þá að sala á þeim sé ekki örugg. Fáir þora að taka áhættuna á því að fara erlendis með óselda gripi.

Það er þó mikilvægt að við sendum á heimsleikana góða gripi í kynbótasýningar. Eiðfaxi ætlar að fjalla um öll þau hross sem við sendum til kynbótadóms.

Fulltrúi Íslands í flokki fimm vetra hryssna er Mjallhvít frá Þverholtum. Ræktandi hennar er Sunna Birna Helgadóttir en eigandi er Stefán Jóhann Grétarsson. Sýnandi Mjallhvítar er Þórður Þorgeirsson.

Mjallhvít er undan Eldi frá Torfunesi og Mjöll frá Horni I. Eldur faðir Mjallhvítar hefur farið vel af stað sem kynbótahestur og hlaut hann 1.verðlaun fyrir afkvæmi á síðastliðnu Landsmóti þá einungis ellefu vetra gamall. Eldur er undan Mætti frá Torfunesi og Eldingu frá Torfunesi. Móðir Mjallhvítar er Mjöll frá Horni I en hún er undan Gáska frá Eyrarbakka og Stórutá frá Höfn. Mjöll var sýnd árið 2007 þá sjö vetra gömul og hlaut hún fyrir sköpulag 8,0, fyrir hæfileika 7,39 í aðaleinkunn 7,63. Undan Mjöll eru til 8 afkvæmi og eru þrjú þeirra sýnd í kynbótadómi. Hæst dæmda afkvæmið er Magni frá Lambeyrum, undan Toppi frá Auðsholtshjáleigu, en hann hlaut í aðaleinkunn 8,44 í vor sýndur af Þórði Þorgeirssyni.

Mjallhvít er eins og áður segir fimm vetra gömul og var sýnd hið fyrsta sinn í vor og hlaut þá fyrir sköpulag 8,72, fyrir hæfileika 8,03 í aðaleinkunn 8,30.

Sköpulagsdómur hennar er stór góður þar sem hún hlaut 9,0 fyrir höfuð, háls,herðar og bóga, samræmi og fótagerð. Í hæfileikum ber hæst einkunnin 8,5 fyrir vilja og geðslag og fet.

Það verður gaman að bera þessa glæsilegu hryssu augum á HM í Berlín ásamt hinum reynslumikla Þórði Þorgeirssyni.

 


 

Sköpulag

 

Höfuð

9

Frítt - Skarpt/þurrt - Bein neflína - Myndarlegt - Vel opin augu - Löng eyru

Háls/herðar/bógar

9

Reistur - Langur - Mjúkur - Klipin kverk

Bak og lend

8.5

Samræmi

9

Léttbyggt - Fótahátt - Sívalvaxið

Fótagerð

9

Rétt fótstaða - Mikil sinaskil - Prúðir fætur - Þurrir fætur

Réttleiki

8

Framf.: Fléttar

Hófar

8

Prúðleiki

8.5

Sköpulag

8.72

Kostir

 

Tölt

8

Taktgott

Brokk

8

Taktgott

Skeið

7.5

Ferðmikið - Fjórtaktað

Stökk

8

Takthreint

Vilji og geðslag

8.5

Ásækni

Fegurð í reið

8

Fet

8.5

Taktgott - Rösklegt

Hæfileikar

8.03

Hægt tölt

8

Hægt stökk

7.5

 

 

Aðaleinkunn

8.3