fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Misvísandi upplýsingar um hrossapest

11. maí 2010 kl. 11:52

Margir hestamenn orðnir svartsýnir

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, segir í viðtali á www.landsmot.is að hestapestin sé í rénun og hross að komast í fulla þjálfun. Viðtalið er einnig birt á www.hestafrettir.is.

Á forsíðu Hestafrétta eru einnig fréttir frá hestamannafélögum þar sem mótum og uppákomum er aflýst vegna veikinnar. Þar kemur fram að hrossapestin er í „algleymingi“ í hverfi Sörla í Hafnarfirði og hjá veikindi eru sögð mikil í hrossum á svæði Léttis á Akureyri. Öllu mótahaldi hjá Gusti hefur verið frestað.

Nokkrir aðilar í hestamennsku hafa haft samband við Hesta&Hestamenn og lýst áhyggjum sínum. Margir segjast orðnir svartsýnir á áframhaldið. Sakvæmt þeim og fréttum frá hestamannafélögunum er veikin síður en svo í rénun. Greinilegt er að misvísandi upplýsingar um gang pestarinnar rugla fólk í ríminu og það veit ekki lengur hver hin raunverulega staða er. Ekki náðist í Sigríði Björnsdóttur í morgun.