mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Missti hest fyrir mót

5. mars 2012 kl. 19:07

Missti hest fyrir mót

Hnakkafyrirtækið Hrímnir kynnti nýjan hnakk á World Toelt mótinu í Óðinsvé, Danmörku um þar síðustu helgi. Til að halda uppá komu þessa nýja hnakks á markað, sem er styttri útgáfa af Hrímnir PRO hnakknum, var efnt til leiks sem fólst í því að allir sem settust í hnakkinn áttu möguleika á því að taka hnakkinn með sér heim og var vinningshafinn svo dreginn úr potti í lok mótsins.

 
Mikil þátttaka var í leiknum en 1.109 tóku þátt.
 
Var það þrettán ára gömul dönsk hestakona Anne Sofie Thyssen sem var svo heppin að taka hnakkinn með sér heim. Vinningurinn var kærkominn þar sem hún hafði verið svo óheppin að missa hest tveimur dögum áður.