laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Minnum á sýnikennslu Tóta Eymunds!

23. janúar 2010 kl. 18:50

Minnum á sýnikennslu Tóta Eymunds!

Félag tamningamanna minnir á sýnikennslu Þórarins Eymundssonar tamningameistara og reiðkennara í reiðhöllinni í Sörla í Hafnarfirði á morgun, sunnudaginn 24. janúar kl. 16:00. Þar mun Þórarinn m.a. fjalla um hvernig hann leysir ýmis vandamál og þjálfar ólíkar hestsgerðir.  Þórarinn var með sýnikennslu í Borgarnesi í haust og sló þar rækilega í gegn en á þriðja hundrað manns mættu til að fylgjast með. Þórarinn þekkja flestir hestamenn enda er hann einn þekktasti knapi og reiðkennari landsins og margfaldur Íslands- og Heimsmeistari, auk þess sem samband hans og stóðhestsins Krafts er mörgum í fersku minni eftir sýningar á heimildamynd um þá félaga sl. haust.

Sýnikennsla er skemmtilegt fræðsluform sem blandar saman fyrirlestri og reiðkennslu. Þannig geta áhorfendur fengið miklar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma, auk þess að sjá vinnubrögð útskýrð bæði í máli og myndum ef svo má að orði komast. Sýningin er öllum opin og er miðaverði stillt í hóf, aðeins kr. 1.500, en skuldlausir félagar í FT og Sörla fá miðann á 1.000 kr.
Kaffiveitingar á staðnum - allir velkomnir! Missið ekki af þessu einstaka tækifæri hestamenn!

Félag tamningamanna