miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Minnum á sýnikennslu með Jakobi, nýkrýndum slaktauma og ístöltsmeistara.

9. apríl 2013 kl. 09:11

Minnum á sýnikennslu með Jakobi, nýkrýndum slaktauma og ístöltsmeistara.

"Á miðvikudaginn 10.apríl n.k.  kl. 20.30  verður  sýnikennsla með Jakobi Sigurðssyni í reiðhöllinni í Borgarnesi.  Þar sem Jakob sýnir þjálfunaraðferðir sem hann notar. Jakob þarf vart að kynna, hann er einn okkar besti keppnis- og sýningarknapi. Var valinn íþróttaknapi 2012, m.a. tvöfaldur Íslands meistari.

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri sem þarna gefst. Að lokinni sýnikennslu verður kynning á hinni nýju keppnisgrein  Töltfimi.  Trausti Þór Guðmundsson  mun  þar miðla af sinni alkunnu snilld. 

Miðaverð er kr. 2.500 , börn 6-12 ára kr. 1.000, yngri enn 6 ára frítt  innifalið í miðaverði er happdrættismiði og eru margir góðir folatollar í vinning.   

Abraham f. Lundum, Aldur f. Brautarholti, Blær f. Hesti, Blær f. Torfunesi, Brjánn f. Blesastöðum, Dynur f. Hvammi, Fálki f. Geirshlið, Hákon f. Ragnheiðarstöðum,  Hrynur f. Hrisdal, Huginn f. Haga, Klettur f. Hvammi, Leiknir f. Vakurstöðum, Sólon f. Skáney, Straumur f. Skrúð, Taktur f. Stóra-Ási, Uggi f. Bergi, Þytur f. Skáney.

Allur ágóði rennur til reiðhallarinnar Faxaborgar." segir í tilkynningu frá stjórn Faxaborgar