laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Minnum á sýnikennslu í Flúðahöllinni

2. desember 2009 kl. 11:06

Minnum á sýnikennslu í Flúðahöllinni

Minnum á sýnikennslu Antons Páls í Flúðahöllinni í kvöld
-í samstarfi við hestamannafélagið  Loga.

Hestamannafélagið Logi minnir á sýnikennsluna hjá Antoni Páli Níelssyni, sem er einn af okkar fremstu þjálfurum og reiðkennurum. Hann verður með sýnikennslu í reiðhöllinni á Flúðum í kvöld miðvikudag 2. des. kl:20:00.
Anton mun fara yfir ýmis grundvallaratriði í þjálfun og koma með hugmyndir að framhaldsþjálfun mismunandi hestgerðir.
Anton hefur margra ára reynslu í þjálfun og kennslu og var m.a. einn af þjálfurum íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Sviss sl. sumar, og starfar nú sem yfirþjálfari á hrossaræktarbúinu FETI.

Miðaverði er stillt í hófi, aðeins kr.1000 !! ATH: Frítt fyrir 16 ára og yngri.

Sunnlendingar! Notum nú tækifærið til að koma saman, skoða nýja og glæsilega reiðhöll á Flúðum, hitta hestamenn, fræðast og fá hugmyndir um komandi vetrarþjálfun.

Léttar veitingar til sölu í hléi og allir hjartanlega velkomnir!!

Stjórn Loga.