þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Minni útflutningur til Noregs

12. júní 2014 kl. 13:28

Nýlega fór Hnokki frá Dýrfinnustöðum til Danmerkur. Hnokki er Hágangssonur með 8,12 í aðaleinkunn.

23 fyrstu verðlauna hross hafa yfirgefa landið það sem af er ári.

Alls hafa 509 hross verið flutt til 15 landa það sem af er árinu. Útflutningur er nokkuð svipaður miðað við fyrri ár, en á sama tíma í fyrra höfðu 539 hross yfirgefið Ísland og 553 árið 2012, samkvæmt upplýsingum frá WorldFeng - upprunaættbók Íslenska hestsins.

Flest hrossin 252 talsins fóru til Þýskalands, 53 til Svíþjóðar, 51 til Danmörku, 49 til Sviss og 35 til Austuríkis. Flutningur hrossa til Noregs hefur dregist saman milli ára. Tíu hross farið þangað það sem af er ári miðað við 25-35 á sama tíma árs á síðustu þremur árum.

Útfutt 1. verðlauna hross eru 23 talsins, 19 hestar og 4 hryssur. Hæst dæmdu hrossin eru Máttur frá Leirubakka (8,49), Hringur frá Skarði (8,48) og Vörður frá Árbæ (8,48).