miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Minn besti vinur fyrr og síðar úr röðum hesta"

12. nóvember 2014 kl. 15:00

Mynd/SS

Þorleifur minnist Hausta frá Vestra-Geldingaholti.

Hér taka þrír unglingar við verðlaunum fyrir frammistöðu sína á móti á Suðurlandi kringum 1980. Leifur Bragason situr gráa hest sem hefur verið nefndur Blendingur og Íslandus, Þorleifur Sigfússon er í miðjunni á Hausta frá Vestra-Geldingaholti og Ágúst Sigurðsson situr þann rauðblesótta, sem gera má ráð fyrir að sé ættaður frá Kirkjubæ. Ágúst varð síðar rektor Landbúnaðarháskóla Íslands en starfar nú sem sveitarstjóri Rangárþings ytra.

Þorleifur, sá er situr í miðjunni, starfar nú sem dýralæknir í Svíþjóð. Hann skrifaði fallega um hestinn sinn Hausta á fésbókarsíðu Eiðfaxa:

 „Hesturinn minn er Hausti frá Vestra-Geldingaholti undan Þrym 740 frá Kröggólfsstöđum Harđarsyni. Móđirin var lítil rauđstjörnótt meri úr Húnavatnssýslu, sem Stjarna hét. Hausti var fæddur 3. sept. 1973, fjörhestur mikill og minn besti vinur fyrr og sídar úr röđum hesta.
Viđ vorum ađ gera þađ ágaett á þessum tíma í unglingaflokki, 35 ár síđan. 2. sæti á Landsmóti á Þingvöllum 1978 á eftir Þórđur Þorgeirsson sem var á Kolka frá Kröggólfsstödum, Þórđur međ 8,68, ég og Hausti 8,62, ágætt í þá daga. Síđan á byrjunartíma íþróttakeppninnar, Íslandsmeistari m.a. í hlíðnikeppni, sennilega tölti og fjórgangi. Góðir og skemmtilegir tímar. Beislisbúnađurinn sérstakur, þrálátt tungubasl sem unghestur, alltaf vel raspađur, þađ gerđi hann karl föđur minn mikiđ á þessum tíma, átti góðar græjur og kunni til verka. Hefđi ég kanski bjargađ þessu međ tungubogastöngum ef ég hefđi prufađ? kanski úlfstönn?
Hausti var óhemju ósérhlífinn örviljugur reiðhestur, fórum saman í óteljandi reiđtúra tveir saman, líka fjallferđir í Arnarfell.”