fimmtudagur, 20. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Miklir vekringar

10. júlí 2012 kl. 16:36

Miklir vekringar

Gaman er að skoða afkvæmin hennar Stjörnu frá Vindási en þar leynast miklir vekringar. Stjarna er móðir þeirra Gáska, Eitils og Spyrnu en öll hafa þau gert það gott í skeiði undanfarin ár.

Gáski frá Vindási, sem seldur var til Noregs fyrr á árinu, er noregsmeistari í 250 m. skeiði á tímanum 23,69 en hann sigraði þá grein á norska meistaramótinu þann 8. júlí síðasliðinn. Knapi á Gáska var Veronica Valand. Eitill frá Vindási varð noregsmeistari í 250 m. skeiði í fyrra á tímanum 23,65 en einnig sigraði hann 100 m. skeiði á tímanum 8,23 á sama mótinu. Knapi á Eitil var  Nils Christian Larsen. Þá er Spyrna frá Vindási keppnishryssa Eyjólfs Þorsteinssonar með besta tímann á Íslandi í 100 m skeiði þar sem af er ári en tíminn hennar er 7,43 sek.

Greinilegt er að Stjarna er að skila góðum vekringum en hún sjálf er með 9,0 fyrir skeið í kynbótadóm og með 111 stig í kynbótamati. Stjarna er undan Hervari frá Sauðárkróki og móðir hennar er Fjöður frá Hnjúki.