þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Of miklar kröfur

4. júní 2014 kl. 17:00

Jónína Lilja, Ingunn og Pálmi Geir á rauðblesóttum hestum úr ræktun fjölskyldunnar.

"Dómarar verða að gera greinarmun á vilja og flótta."

Ánægjan við hestamennskuna felst í samvinnu við hestinn og að fá hann til að leggja sig fram á eigin forsendum. Þetta er leiðarstefið í ræktunarstarfi fjölskyldunnar að Syðri-Völlum en hjónin Ingunn Reynisdóttir og Pálmi Geir Ríkharðsson eru í viðtali í 5. tölublaði Eiðfaxa.

 „Það hlýtur hver maður að sjá að það er eitthvað mikið rangt við það þegar ekki er hægt að ríða eða keppa á hrossum sem hafa farið oft í kynbótadóm. Á þessu verður að taka og dómarar verða að gera greinarmun á vilja og flótta og eða spennu. Þetta virðist stundum vera óljóst þegar horft er á sýningar og síðan rýnt í dómana og gerir það að verkum að vilja- og geðslagseinkunn gefur manni ekki þær upplýsingar sem maður leitar eftir. Einnig eru of miklar kröfur gerðar til fjögra vetra hrossa í dag. Fæst þeirra hafa þroska eða burði til að valda verkefninu svo vel ætti að vera. Æ fleiri raddir heyrast sem kalla á breytingar til betri vegar og vonandi verða þær ofan á. Fólk verður að hafa kjark og þor til að láta í sér heyra og láta ekki stjórnast af skoðunum annarra þótt það virðist ekki líklegt til vinsælda," segja þau Ingunn og Pálmi ræktendur á Syðri-Völlum.

 Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.