mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikilvægt að halda í léttleikan-

24. janúar 2011 kl. 13:32

Mikilvægt að halda í léttleikan-

Anton Páll Níelsson hélt sýnikennslu í samstarfi við Félag tamningamanna síðastliðinn miðvikudag, 19.febrúar, í reiðhöll Gusts...

Um 100 manns mættu og hlustuðu á Tona greina frá því hvernig hann þjálfaði sín hross almennt.
Til að byrja með sýndi Toni ýmsar æfingar í hendi til þess að losa um hnakka hestsins, vann svo með hestinn í hendi áður en hann fór á bak. Hann lagði áherslu á að halda í léttleikan og mýktina og leitaði mikið eftir því sjálfur í sinni þjálfun.
Fróðlegt var að sjá og hlusta á Tona greina frá jafnvæginu í hestinum. Hesturinn ætti mjög auðvelt með að færa þyngd sína til hægri og vinstri í framhlutanum, missa þannig jafnvægið og stífna. Knapinn yrði að líta á það sem hlutverk sitt að hjálpa hestinum í jafnvægi.
Eftir kaffihlé komu inn á gólfið tvö afkvæmi Vilmundar frá Feti, annar þeirra setin af Ingu Maríu og hinn af ungum og efnilegum tamningamanni.
Þau sýndu hvernig hefðbundin þjálfun færi fram á meðan Toni skýrði frá því hvað þau væru að gera og hvað þau væru að sækjast eftir. Gaman var að fylgjast með þeim þjálfa hestana, undirbúa þá fyrir komandi vinnustund og fylgjast með stigvaxandi kröfum í þjálfuninni.
Fróðleg og skemmtileg sýnikennsla með öðruvísi framsetningu en áður hefur verið. Gaman að því.
Næst á dagskrá Félags tamningamanna er 40 ára afmælishátíð félagsins sem haldin verður þann 19.febrúar í reiðhöllinni í Víðidal þar sem fjöldi knapa og hesta munu koma fram. Nánar auglýst á næstu dögum, fylgist vel með.