miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill útflutningur í október

Jens Einarsson
1. október 2009 kl. 11:44

Þrjár stórar flugvélar í hverri viku

Allt stefnir í að fjöldi útfluttra hrossa verði svipaður og undanfarin ár. Salan í ágúst og september hefur verið á svipuðu róli og undanfarin ár og flugvélar í október eru fullbókaðar. Þrjár stórar vélar í hverri viku. Í haust verður gerð tilraun með flug til Hollands.

Þórunn Eyvindsdóttir hjá Horse Export segir að útflutningurinn sé á hefðbundnu róli. Jafnan sé mikið flutt út af hrossum í október. Að þessu sinni sé í fraktinni talsverður fjöldi hryssna sem eru að koma frá stóðhestum; kynbótahryssur sem hafi verið keyptar fyrr á árinu í þeim tilgangi að flytja þær fylfullar út. Einnig tamdir reiðhestar og keppnishross, en minna af ungum ótömdum trippum. Þórunn segir að flestar vélar fljúgi á Danmörku, Svíþjóð og Belgíu. Nú sé verið að prófa nýjan ákvörðunarstað, Maastricht í Hollandi. Ennþá sé of snemmt að segja til um hvort hann haldist á kortinu til lengri tíma.