miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill spenna fyrir Álfhildi

5. mars 2014 kl. 21:15

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir, Valdís Björk Guðmundsdóttir, Arnór Dan Kristinsson, Dagmar Öder Einarsdóttir, Birgitta Bjarnadóttir og Kári Steinsson

Púlsinn tekin á yngri kynslóðinni.

Eins og áður hefur komið fram á Eiðfaxa verður keppt í tölti í Meistaradeildinni á morgun. Mikill spenningur er fyrir þessari grein og eru margir farnir að spá í spilin. Eiðfaxi heyrði í yngri kynslóðina og athuga hvern þeir töldu að væri sigurstranlegastur. 

Kári Steinsson:  "Get eiginlega ekki sagt hver mér finnst sigurstranglegastur. En eitt veit ég - þetta verður veisla!"

Dagmar Öder Einarsdóttir: "Þetta verður spennandi og rosalega hörð keppni milli margra gæðinga. Mér líst vel á alla þessa hesta en ég vona að þessir nýju fái að njóta sín og að þeir komi okkur öllum a óvart. Ég er rosalega spennt að sjá Olil á henni Álfhildi þær stóðu sig svakalega vel í gæðingafimini með sýningu sem lét mig vera með gæsahúð í marga daga. Þær eiga eftir að verða sterkar ef allt gengur upp. Ég hlakka til að sjá Vornótt hjá Viðari, þau eru sterk enda flott par og gott samspil milli manns og hest. Einnig það sama með Þorvald Árna og Stjörnu frá Stóra-Hofi þau eru rosalega sjarmerandi inn á vellinum og ég er ekki frá þvi að þau endi á palli ef vel gengur. Ég get ekki sagt hver vinnur en þessir þrír knapar að mínu mati verða á verðlaunapalli. Það er spennandi að sjá hvað gerist en allt getur gerst og óska ég öllum góðs gengis!"

Arnór Dan Kristinsson: "Það eru mjög sterkir og reyndir töltarar að mæta og erfitt að gera upp á milli. En ég held að Olil, Viðar og Árni eigi eftir að keppast um fyrsta sætið. Olil og Álfhildur eru greinilega báðar í feikna stuði og verður gaman að sjá frumraun hennar í tölti."

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir: "Ég held að Stjarna, Krít og Vornótt verði ofarlega, en það er erfitt að segja hver vinnur, það eru svo rosalega margir sterkir hestar skráðir til leiks. En ég hlakka mikið til að sjá Arion."

Valdís Björk Guðmundsdóttir: "Mér líst vel á marga hesta. Það verður gaman að sjá Olil og Álfhildi aftur, einnig er spennandi að sjá Arion! Ég held að það séu margir sem eru sigurstranglegir enn ég myndi veðja á Vornótt eða Storm. Ég er líka spennt að sjá Jakob og Helgu Ósk"

Birgitta Bjarnadóttir: "Vá erfitt! Svaka sterkir hestar skráðir og erfitt að spá því hver er sigurstranglegastur en Hrímnir, Stormur, Stjarna og Vornótt eiga eftir að gera rosalega góða hluti. Einnig er ég mjög spennt að sjá Olil og Álfhildi og tel að þær eigi einnig eftir að gera góða hluti. Það verður gaman að sjá Arion á keppnisvellinum í fyrsta skiptið."