miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill reiðmaður Siggi

1. ágúst 2012 kl. 09:54

Sigurður Sigurðarson á Loka frá Selfossi á LM2012 í Reykjavík.

Eini knapinn sem hefur unnið alla þrjá stóru titlana á Landsmóti: A flokk, B flokk og tölt

Eftir að hafa landað gullinu í A flokki á LM2012 er Siggi Sig eini knapinn sem hefur unnið A flokk, B flokki og tölt á Landsmótum. B flokkinn tvisvar. Á LM1998 vann hann bæði B flokk og tölt á Kringlu frá Kringlumýri. Tveir knapar til viðbótar státa af þeim árangri, Eyjólfur Ísólfsson á LM1978 á Hlyni frá Akureyri og Rúna Einarsdóttir á LM1990 á Dimmu frá Gunnarsholti.

Bogi Eggertsson vann gæðingana tvisvar á Stjarna frá Oddsstöðum, 1954 og 1962 (einn flokkur) og Hermann Sigurðsson tvisvar á Blæ frá Langholtskoti 1966 og 1970, en á LM1970 var í fyrsta sinn keppt í A og B flokki. Einar Öder Magússon hefur unnið báða gæðingaflokka eftir að hann landaði gullinu í B flokki á LM2012. Steingrímur Sigurðsson vann A flokki tvisvar á Geisla frá Sælukoti, 2004 og 2006. Á myndinni situr Siggi Loka frá Selfossi.