laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill mannavinur

28. september 2014 kl. 12:00

Orri frá Þúfu og Gunnar Arnarson áttu glæstan keppnisferil. Hross úr ræktun Gunnars hafa borið Orra gott vitni. Hér eru þeir félagar árið 1994.

Gunnar Arnarson minnist Orra frá Þúfu.

„Þegar ég var með hann í þjálfun var ég að ríða út í Fáki. Orri var á þessum tíma umtalaður og snerist allt í kringum hann. Menn sóttust í að sjá hann og fylgdust vel með honum. Það var því mjög erfitt að ná að þjálfa í næði. Það sneru sér allir við og fóru að elta okkur þegar maður var í útreið á honum og þegar sást til hans. Til að fá frið þá þurfti ég helst að ríða út eldsnemma á morgnana. Það hefur alltaf verið mikil umferð í kringum hann. Þegar hann var í Reykjavík á Landsmótinu árið 2000 var fullt hesthúsið hjá okkur­ allt mótið. Fólk vildi fá að skoða hann og snerta. Þetta var svolítið sérstakt, eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Orri, í flestum tilfellum, naut þess að vera innan um fólk og í sviðsljósinu. Það sem stendur upp úr hjá Orra var karakterinn. Það var mikil gæska í þessum hesti og var hann mikill mannavinur. Hann var einstaklega traustur og ljúfur,“ segir Gunnar Arnarson um félaga sinn Orra frá Þúfu sem felldur var síðustu helgi.

Grein um feril og áhrif Orra frá Þúfu má nálgast í 9. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.