miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Mikill heiður og ánægja"

16. júlí 2019 kl. 10:15

Ásmundur Ernir Snorrason

Viðtal við Ásmund Ernir Snorrason

 

Ásmundur Ernir  er einn af þeim knöpum sem keppa fyrir Íslandshönd á HM í Berlín.

Hestur hans er Frægur frá Strandarhöfði og munu þeir keppa í fjórgangi og slaktaumatölti. Frægur er tíu vetra gamall stóðhestur undna Hnokka frá Fellskoti og Framtíð frá Árnagerði. Eigandi og ræktandi er Auður Möller.

Frægur er arfgerðargreindur CA hestur og hlaut hann í kynbótadómi 8,09 fyrir sköpulag 8,16 fyrir hæfileika í aðaleinkunn 8,13. Hæst hlaut hann einkunnina 9,0 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið og hægt stökk. Undan Fræg eru skráð 10 afkvæmi.

Ásmundur sýndi hestinn fyrst í kynbótadómi árið 2015 og byrjaði svo í framhaldi af því að keppa á honum. Þeir hafa átt farsælan feril saman eru yfirleitt í úrslitum á öllum stærri mótum og þekkjast vel.

Viðtal við Ásmund má nálgast á youtube rás Eiðfaxa með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan.

https://youtu.be/Nbz869zHG18