mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill fas- og viljahestur

14. janúar 2017 kl. 14:45

Organisti Horni og Árni Björn.

6 vetra stóðhestar.

Í sex vetra flokki voru sýndir 83 hestar en þetta var minnsti flokkurinn. Organisti frá Horni var hæstdæmdi hesturinn í þessum flokki í ár og var einnig efstur á Landsmóti, undan Ágústínusi frá Melaleiti og Flautu Spunadóttur frá Horni. Umsögnin um Organista hljóðar svo: „Organisti er afar vel gerður hestur; með hátt settan og mjúkan háls og sterka yfirlínu í baki, enda á hann auðvelt með burð og heldur vel á sér á öllum gangtegundum. Þetta er mikill fas- og viljahestur með 9,0 fyrir allar gangtegundir, nema fetið sem er síst.“ Jafnir eru síðan tveir Ómssynir, Roði frá Lyngholti og heimsmethafinn Konsert frá Hofi er annar í þessum flokki en hann setti heimsmet í flokki fjögurra vetra stóðhesta á Landsmóti 2014. Roði gerði sér einnig lítið fyrir og hlaut 10 fyrir skeið á Landsmótinu. Ljósvaki frá Valstrýtu vakti mikla athygli á Landsmótinu í sumar en þar hlaut hann hvorki meira né minna en 10 fyrir tölt og stökk.

AE       Nafn    Faðir   Móðir
8.72    Organisti Horni I       Ágústínus Melaleiti   Flauta Horni I

8.69    Konsert Hofi  Ómur Kvistum           Kantata Hofi

8.69    Roði Lyngholti            Ómur Kvistum Glóð Kálfholti

8.67    Glúmur Dallandi        Glymur Flekkudal      Orka Dallandi

8.67 Ópall Miðási      Gaumur Auðsholtshjáleigu   Ósk Hestheimum

8.63    Akur Kagaðarhóli      Arður Brautarholti    Dalla Ási I

8.62    Atlas Hvoli      Seiður Flugumýri II   Hryðja Hvoli

8.55    Sæþór Stafholti          Hákon Ragnheiðarstöðum    Bending Kaldbak

8.55    Logi Oddsstöðum I    Oliver Kvistum          Brák Oddsstöðum I

8.54    Sproti Innri-Skeljabrekku Kvistur Skagaströnd    Nánd Miðsitju

8.54    Hlekkur frá Ytra-Vallholti     Arnoddur Auðsholtshjáleigu            Gnótt Ytra-Vallholti

8.54    Ljósvaki Valstrýtu      Hákon Ragnheiðarstöðum    Skylda Hnjúkahlíð