laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill áhugi á sýningum - myndir

odinn@eidfaxi.is
3. apríl 2015 kl. 16:37

Stúfur frá Kjarri, knapi Eggert Helgason

Vel heppnuð Dymbilvikusýning á fimmtudag og fullt út úr dyrum á sýning í Rangárhöllinni í gær.

Það var þétt skipaður bekkurinn í Rangárhöllinni í gærkveldi þegar stórsýning sunnlenskra hestamanna fór fram en ætla má að á sjöttahundrað áhorfenda hafi mætt.

Það var margt góðra hrossa og líkt og á stórgóðri Dymbilvikusýningu Spretts kvöldið áður var mikil breidd hrossa og erfitt að gera upp á milli hvert þeirra heillaði mest.

Báðar þessar sýningar voru velskipulagðar með fjölbreytileg atriði stóðhesta, afkvæmahópa, skrautreiða og einstaklingsatriða.

Á facebooksíðu Eiðfaxa má sjá myndir af sýningunum.