fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill áhugi á kynbótadómum

odinn@eidfaxi.is
26. ágúst 2013 kl. 16:20

Kynbótahryssur

Aukning í sýndum hrossum á Íslandi.

Það er mikill áhugi á kynbótadómum en alls voru 1643 hross sýnd á árinu. Reyndar voru sýningar almennt minni en fjöldinn dreyfðist á fleiri sýningar. Stærsta sýningin var á Gaddstaðaflötum 281 hross, en minnsta sýning ársins var á Selfossi 11 hross.

Ef að fjöldi hrossa á Fjórðungsmótum eru dregin frá þá voru 1588 hross sýnd, en samanborið við árin áður þar sem ekki voru Landsmót þá er fjölgun sýndra hrossa talsverð.

Árið 2007 voru 993 hross sýnd en síðasta ár þar sem ekkert Landsmót var er árið 2009 en þá voru 1340 hross sýnd.

Miðað við 2007 er því fjölgunin um 37% en miðið við árið 2009 er fjölgunin um 16%. 

Þetta sýnir að áhugi á ræktun er síst að minnka en hér fyrir neðan er listi yfir fjölda hrossa á einstökum sýningum.

 

Staður Fjöldi

Sauðárkrókur 15

Selfoss 11

Víðidalur 37

Hafnarfjörður 67

Selfoss 216

Gaddstaðaflatir 281

Akureyri 27

Hvammstangi 28

Sauðárkrókur 115

Hérað 20

Melgerðismelar 66

Miðfossar 217

Miðsumarssýning 191

Síðsumar Hella 192

Síðsumar Miðfossar   14

Síðsumar Blönd 25

Síðsumar Skagafirði   38

Síðsumar Dalvík 28

Fjórðungsmót Vest 48

Fjórðungsmót Aust 7

Alls 1643