miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill áhugi á Stóðhestadeginum

22. apríl 2013 kl. 16:04

Mikill áhugi á Stóðhestadeginum

Mikill áhugi er á þátttöku á Stóðhestadegi Eiðfaxa og Sleipnis sem fer fram á Selfossi næstkomandi laugardag 27.apríl og hefst kl.14.00

Það sem m.a. verður í boði er:

  • Einstaklingar
  • Afkvæmahópar
  • Ræktunarbú
  • Kennslusýning með Jakobi Sigurðssyni
  • Fræðsluerindi með Freyju Imsland

Á þessum degi verða atriði atriði tengd greinum Stóðhestablaðinu m.a. verður hópur frá Gunnari á Skjálg í Ölfusi en í blaðinu er stórt viðtal við hann, einnig mæta kátir karlar af Akranesi en hrossarækt þar er gerð góð skil í blaðinu og verður gaman að sjá kallana sjálfa sýna hross úr sinni ræktun.

Afkvæmahestum eru gerð góð skil fremst í blaðinu og mæta margir þeirra með fulltrúa sína enda voru afkvæmahópar Þórodds og Víðis hápunktar Stóðhestadagsins í fyrra. Einnig bendir allt til þess að hestar eins og Rammi frá Búlandi, Borði frá Fellskoti, Glóðar frá Reykjavík og Ómur frá Kvistum komi þarna fram með afkvæmi sín.

Bræðurnir Ra og Tígulás frá Marteinstungu, Barði og Brynjar frá Laugarbökkum og Patrik og Prinsinn frá Efra-Hvoli mæta og Grunnur frá Grund ásamt systkinum sínum.

Af einstaklingum þá hafa Framherji frá Flagbjarnarholti og Hvítserkur frá Sauðárkróki boðað komi sína en þar eru á ferðinni ættstórir fótaburðarhestar en Framherji er að yfirgefa landið nú í sumar og er þetta sennilega í síðasta sinn sem hann kemur fyrir sjónir okkar hér á landi.

Nánar verður fjallað um hverjir fram koma nú á næstu dögum, en þeir hestar og fyrirtæki sem eru í Stóðhestablaðinu hafa þátttökurétt og um að gera að hafa samband við undirritaðan ef þið hyggist koma með hest á þessa skemmtilegu sýningu.

Aðgangur er ókeypis!

Kveðja

Óðinn Örn

Ritstjóri Stóðhestablaðsins

odinn@eidfaxi.is