sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikil þátttaka í ljósmyndakeppni Eiðfaxa-

16. september 2010 kl. 14:45

Mikil þátttaka í ljósmyndakeppni Eiðfaxa-

Mikill áhugi er fyrir ljósmyndakeppni Eiðfaxa nú sem áður og streyma inn myndir...

Alltaf er jafn gaman að fara í gegnum þessa pósta og hafa margar mjög góðar myndir borist nú þegar. Keppnin er opin öllum sem áhuga hafa á þátttöku og er enn tími til að taka myndir til að senda.
Eins og áður verða glæsileg verðlaun í boði fyrir bestu myndirnar. Eiðfaxi vill hvetja fólk til að taka með sér myndavélarnar þegar það er á ferðinni. Myndir í keppnina skal senda á netfangið mynd@eidfaxi.is og þurfa þær að vera í JPEG sniði og í upprunalegri stærð.
Eins eru sendendur mynda beðnir um að láta fylgja fullt nafn og símanúmer.
Góða skemmtun!