þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikil stemning á World Toelt

24. febrúar 2012 kl. 10:41

Mikil stemning á World Toelt

Heimsbikarmótið World Toelt hófst kl. 8 í morgun. Mikil stemning er í Óðinsvéum og hafa margir Íslendingar lagt land undir fót til að fylgjast með mótinu. Umgjörðin er öll hin glæsilegasta að sögn Antons Páls Níelssonar sem er staddur þar.

Í morgun fór fram fyrri hluti forkeppni í fjórgangi V1 og slaktaumatölti T2.

Í fjórganginum bar af Frauke Schenzel frá Þýskalandi og Tigull von Kronshof en þau hafa átt mikilli velgengni að fagna á keppnisvellinum undanfarið ár. Eru þau sem stendur í efsta sæti. Í slaktaumatöltinu kom hin færeyska Elin Tindskard á Hölkvir frá Ytra-Dalsgerði á óvart með glæsilegri sýningu.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá mótinu alla helgina HÉR gegn greiðslu en Eiðfaxi mun einnig flytja regluleg tíðindi af gangi mótsins.