sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikil spenna fyrir fjórgangnum

28. janúar 2015 kl. 09:49

Ólafur og Hugleikur

Ráslisti fyrir fjórganginn tilbúinn.

Þá eru ráslistarnir klárir fyrir fjórganginn á morgun. Hörku spennandi er keppni framundan enda margir af bestu fjórgangshestum landsins skráðir til leiks ásamt nýjum vonarstjörnum. 

Minnum á að húsið opnar kl. 17:20. Setningarathöfnin byrjar stundvíslega kl: 18:20 en þar verða liðin kynnt til leiks kl. 18:20 ásamt dómurum og  mun Helgi Björns stíga á stokk. Keppnin sjálft hefst stundvíslega kl. 19:00.

Af þeim pörum sem voru í A úrslitum í fyrra mæta einungis tveir en það eru þeir Ólafur Ásgeirsson og Hugleikur frá Galtanesi og Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi. Ólafur og Hugleikur sigruðu örugglega í fyrra og ætla sér eflaust stóra hluti í ár.

Hulda Gústafsdóttir var í úrslitum í fyrra á Katli frá Kvistum. Ketill er komin með nýjan knapa í ár en Daníel Jónsson verður á honum. Hulda mætir með nýjan hest enn þó ekki óreyndan á keppnisvellinum, Kubb frá Læk en hann sigraði fjórgang í ungmennaflokki á Reykjavíkurmeistaramótinu.

Margir spennandi hestar eru skráðir til leiks og verður gaman að fylgjast með árangri þeirra en margir eru að stíga sín fyrstu skref. Það er líka gaman að sjá að hryssan Aríel frá Höskuldsstöðum á tvo fulltrúa í þessari keppni, Kjarval frá Blönduósi og Arð frá Miklholti, en það gerist ekki oft.

Dómarar fyrir fjórganginn eru:
Sigurbjörn Viktorsson – Sigríður Pjétursdóttir
G. Snorri Ólason – Pétur Jökull Hákonarson
Halldór Victorsson – Steindór Guðmundsson
Friðfinnur Hilmarsson - Sigurður Kolbeinsson
Sævar Örn Sigurvinsson – Páll Bragi Hómarsson
Halldór Victorsson er yfirdómari.

Ráslistinn

Röð Knapi Hestur Lið
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Spretta frá Gunnarsstöðum Ganghestar / Margrétarhof
2 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Ljúfur frá Torfunesi Auðsholtshjáleiga
3 Daníel Jónsson Ketill frá Kvistum Gangmyllan
4 Hulda Gústafsdóttir Kubbur frá Læk Árbakki / Kvistir 
5 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk Top Reiter / Sólning
6 Helga Una Björnsdóttir Vág frá Höfðabakka Hrímnir / Export hestar
7 Sigurður Sigurðarson Fáni frá Kirkjubæ Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi
8 Árni Björn Pálsson  Skíma frá Kvistum Auðsholtshjáleiga
9 Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Heimahagi
10 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum Gangmyllan
11 Reynir Örn Pálmason Röst frá Lækjamóti Ganghestar / Margrétarhof
12 Sigurbjörn Bárðarson  Þórir frá Hólum Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi
13 Ólafur Brynjar Ásgeirsson Hugleikur frá Galtanesi Hrímnir / Export hestar
14 Olil Amble Álfhildur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan
15 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sproti frá Enni Auðsholtshjáleiga
16 Lena Zielinski Melkorka frá Hárlaugsstöðum Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi
17 Guðmar Þór Pétursson Evelyn frá Lilta-Garði Heimahagi
18 Eyrún Ýr Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi Hrímnir / Export hestar
19 Hinrik Bragason Pistill frá Litlu-Brekku Árbakki / Kvistir 
20 Guðmundur Björgvinsson Dagfari frá Miðkoti Top Reiter / Sólning
21 John Kristinn Sigurjónsson Flóki frá Flekkudal Heimahagi
22 Viðar Ingólfsson Arður frá Miklholti Top Reiter / Sólning
23 Sigurður Vignir Matthíasson Veigur frá Eystri-Hól Ganghestar / Margrétarhof
24 Gústaf Ásgeir Hinriksson Þytur frá Efsta-Dal II Árbakki / Kvistir