föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikil fjölgun á kynbótadómum í Þýskalandi

13. nóvember 2013 kl. 16:00

Desert frá Litlalandi á kynbótasýningu á HM í Berlín.

Fækkun í Danmörku og Svíþjóð.

Bændasamtök Íslands hafa tekið saman fjölda kynbótadóma á meginlandinu.

Kynbótadómum hefur fjölgað um 44% í Þýskalandi frá árinu 2007, eða úr 333 fullnaðardómum í 479 í ár.

Á sama tíma hefur kynbótadómum hrossa fækkað um 40% í Danmörku, en þar hefur fjöldinn hrapað úr 212 árið 2007 í 128 á þessu sýningarári. Í Svíþjóð hefur kynbótadómum einnig fækkað á sama tímabili eða úr 238 í 228 fullnaðardóma. Í Noregi hefur kynbótadómum þó fjölgað úr 87 árið 2007 í 105 talsins í ár.

Frá þessu greinir fréttaveita Worldfengs.