laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikil breidd gæðinga

odinn@eidfaxi.is
26. apríl 2015 kl. 13:14

Sjóður frá Kirkjubæ undir styrkri stjórn Evu Dyröy

Stórsýningin Ræktun 2015 í Fákaseli.

Ljóst er að áhugi á sýningum af ýmsu tagi er mikill því þrátt fyrir mikinn fjölda sýninga þá virðist nánast húsfyllir á flestum þeirra.

Í gær héldu Hrossaræktarsamtök Suðurlands stórsýningu sína Ræktun 2015 í Ölfushöllinni en margt var um manninn og mikill fjöldi úrvalsgripa kom fram. Alls voru atriði sýningarinnar 31 talsins sem var allt frá æfðu opnunaratriði 3.árs Hólanema yfir í afkvæmahópa Gaums, Sveins-Hervars, Kiljan og Lukku frá Stóra-Vatnsskarði.

Auk þessa voru mörg af fremstu kynbótahrossum svæðisins en lokaatriði sýningarinnar var stóðhestadúó þar sem Hrannar frá Flugumýri setin af Eyrúnu Ýr og Sjóður frá Kirkjubæ setin af Evu Dyröy flugu um salinn. Af öðrum knöpum ólöstuðum þá má segja að þær Eyrún og Eva hafi staðið fremstar á meðal jafningja í gær.

Líkt og með aðrar sýningar má setja út á lengd sýningarinnar en hún var með hléum rúmir þrír klukkutímar en rétt er þó að geta þess að atriði sýningarinnar runnu hratt og vel og lítið var um óþarfa endurteknar gegnumferðir líkt og oft vill verða á sýningum sem þessari.