fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikið um að vera í Hestheimum

17. október 2011 kl. 14:40

Mikið um að vera í Hestheimum

Starfsemi Hestheima er kraftmikið í haust. Á næstu sölusýningu, sunnudaginn 6. nóvember, mun jafnframt fara fram uppboð á söluhrossum. Þá mun árleg folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Fengs fara fram 30. október og einnig fer fram skráning á fimm helgarnámskeið sem Unn Kroghen kennir á næsta ári.

Folaldasýning

Árleg folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Fengs verður haldin sunnudaginn 30. október kl. 14. Sýnd verða folöld fædd 2011.

Skráning fer fram hjá stjórnarmönnum félagsins til 27.október:

Jakob S. Þórarinsson – netfang: jakob@sundhestar.is,  sími 8656356
Sigrún Þóroddsdóttir – netfang: sigrtho@landspitali.is, sími 8245742 
Gústav Sófusson – netfang: litlaland@nammi.is, sími 6601773
Skráningargjaldið er 1.500 kr. og greiðist á staðnum.

Sölusýning

Síðasta sölusýning Hestheima fer fram sunnudaginn 6. Nóvember, en tvær slíkar hafa verið haldnar í haust. Dagskráin hefst kl. 13.30 með stuttu fyrirlestri og/eða sýnikennslu en sýningin byrjar svo kl. 14 og munu söluhrossin vera boðin upp. Sýningarhópur Heistheima bjóða gestum upp á humarsúpu á meðan dagskrá stendur, en ókeypis aðgangur er á sýninguna.

Skráning hrossa á sýninguna skulu berast á netfangið midkot@emax.is fyrir miðnætti 3. nóvember.

Taka skal fram: Nafn , lit og IS-númer hests, einnig nafn, símanúmer og netfang eiganda/umráðamanns , nafn knapa, í hvaða verðflokk hesturinn fer, ásamt lýsingu. 
Skráningargjald er 3.500,- kr á hvern hest og skal greiðast inn á reikning 0308-13-300725, kt:031277-3619.

Helgarnámskeið með Unn Kroghen

Unn Kroghen mun kenna á fimm helgarreiðnámskeiðum á vorönn 2012. Tólf nemendur geta sótt hvert námskeið, en í námskeiðslýsingu segir að kennslan er einstaklingsmiðuð, að lögð sé áhersla á þau atriði sem knapa og hest vanta. Hægt er að kaupa gistingu og fullt fæði á Hestheimum ef þess er óskað

Námskeiðin fara fram á eftirtöldum helgum:

  • 6. -8. janúar 
  • 10.-12. febrúar
  • 9.-11. mars
  • 13.-15. apríl
  • 11.-13. maí

Verð fyrir námskeið er 39.500 og er í því innifalin kennsla, sýniskennsla, fundur með reiðkennara, aðstaða, 2x hádegismatur, kaffi og te meðan á námskeiði stendur.

Skipulag námskeiðs er eftirfarandi:
Föstudagur: óformlegur fundur með Unn Kroghen, spjall í 2-3 tíma 
Laugardagur: 
Fyrir hádegi: 2 knapar inná í einu í 45 mínútur. Matarhlé.
Eftir hádegi: 2 knapar inná í 30 mínútur. 
Sunnudagur:
2 knapar inná í einu í 60 mínútur.
6 knapar fyrir hádegismat og 6 eftir hádegi.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hestheimar@hestheimar.is