miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikið um að vera í hestamennskunni -

6. mars 2010 kl. 14:47

Mikið um að vera í hestamennskunni -

Heilmikið var um að vera í hestamennskunni föstudagskvöldið 5.mars. Fyrir utan mót sem voru í gangi á nokkrum stöðum voru hestamenn að mennta sig, en bæði sýnikennslur og fræðslufundir voru á dagskrá einhverra hestamannafélaga. Fræðslukvöld var hjá hestamönnum í Borgarfirði en þar var það Rúna Einarsdóttir-Zingsheim sem sá um kennslu. Í Hafnarfirði var það meistari Sigurbjörn Bárðarson sem var með sýnikennslu, en í Reiðhöllinni í Víðidal bauð hestamannafélagið Fákur uppá sýnikennslu tveggja af fremstu töltreiðmönnum veraldarinnar þeirra Þorvaldar Árna og Viðars Ingólfssonar. Kvöldinu var skipt í tvennt á milli þeirra félaga og hóf Þorvaldur sýninguna sem hann byggði í kringum vinnu sýna með nýjan keppnishest sinn Losta. 

 

Eftir hlé tók Viðar við en hann byggði sýna kennslu á þjálfun hins reynda keppnistöltara og Íslandsmeistara Tuma frá Stóra Hofi.

 

Sýningin var allvel sótt þrátt fyrir að vera tímasett á föstudagskvöldi sem er örugglega erfiður dagur fyrir svona dagskrá. Áhorfendur losuðu hundraðið og var stemningin góð.

 

Þótt þema beggja hafi verið svipað var að sjálfsögðu munur á þessum tveimur sýnikennslum bæði vegna þess að annar var með hest sem hann er nýlega tekinn við á meðan hinir tveir eiga saman langan feril og eins vegna þess að engir tveir þjálfarar eru alveg eins hvað áherslur varðar og aðferðir.

 

Kvöldið var stórskemmtilegt og fróðlegt fyrir þá er fylgdust með og ber að þakka Fáki fyrir þetta framlag og þeim Þorra og Viðari fyrir kennsluna. Hér fylgir með stutt vídeomyndbrot sem tekið var upp þetta kvöld.