laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikið tap á kynbótasýningum

odinn@eidfaxi.is
26. febrúar 2014 kl. 22:31

Katla frá Ketilsstöðum á Fjórðungsmótinu á Austurlandi 2013

Allt að hundrað þúsund króna tap á hverju sýndu hrossi

Í gær var einn af fundum hringferðar fagráðs í hrossarækt haldinn í Fákaseli í Ölfusi. Þar fluttu Sveinn Steinarsson formaður fagráðs, Gunnfríður Elín ábyrgðarmaður hrossaræktarinnar innan RML og Haraldur Þórarinsson formaður LH erindi.

Meðal þess sem fram kom í máli Gunnfríðar þá mun sýningargjald kynbótahrossa hækka í 20.500 kr fyrir fullnaðardóm. Í rökstuðningi fyrir hækkuninni kom meðal annars fram að mikill halli hafi verið á rekstri kynbótasýninga á fyrsta rekstrarári kynbótasýninga á vegum fyrirtækisins.

Þegar halla sýninganna er deilt niður á sýnd hross á árinu kemur í ljós að tap á hvert sýnt hross er um 5000 kr. Mestur hallinn var á kynbótasýningum Fjórðungsmótanna, en samkvæmt heimildum Eiðfaxa var hallinn á FM Austurlands á Fornustekkum hátt í 100 þúsund á hvert hross sem þar var sýnt. Einnig var mikill halli á sýningum á FM Vesturlands en þó var hann talsvert minni en hallinn fyrir austan.