fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikið fjör í Skagafirðinum - myndir

25. september 2010 kl. 11:13

Mikið fjör í Skagafirðinum - myndir

Sýningin sem haldin var í Svaðastaðahöllinni í gær heppnaðist vel. Mikið af glæsilegum hrossum kom þar fram...

og hreint ótrúlegt að sjá í hve góðu formi sum hross eru nú þegar október er rétt handan við hornið. Sölvi Sigurðarson kom sem leynigestur með hann Ögra frá Hólum og fóru þeir félagar á kostum í „spotlightinu“ í höllinni. Margir feikna góðir stóðhestar komu fram og líklegt að einhverjir hafi nú pantað sér folatoll fyrir komandi sumar. „Ungu „ drengirnir úr borginni fóru á kostum við að herma eftir ekki ófrægari köppum en Metta, Þórarni, Magnúsi Braga, Baldvini Ara, Didda og Ragga Hinriks. Svakalega skemmtilegt atriði hjá þessum guttum.

Í lokin voru það svo þau Sigursteinn og Alfa frá Blesastöðum sem riðu í höllina og fóru hreinlega á kostum. Glæsileg hryssa og frábær knapi þar á ferð.

Sýningin var í heild frábær skemmtun og að henni lokinni tóku Skagfirðingar upp söng eins og þeim er einum lagið .. og líklega hafa nú sumir ekkert verið að eyða of miklum tíma í svefn í nótt enda frábær dagur framundan við stóðréttir í Laufskálarétt