þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikið af frábærum gæðingum

27. apríl 2017 kl. 15:17

Hrókur frá Hjarðartúni. Knapi Steingrímur Sigurðsson.

Frábær hestakostur á stórsýningunni Ræktun 2017.

Nú er Ræktun 2017 að bresta á. Mikið af frábærum gæðingum eru búnir að tilkynna komu sína og lítur dagskráin mjög vel út. Meðal atriða eru afkvæmi Kiljans frá steinnesi og Spuna frá Vesturkoti,afkomendur Pyttlu frá Flekkudal og 3 fulltrúar Herjólfs frá Ragnheiðarstöðum og Þá verða einnig fulltrúar frá ræktunarbúunum Kirkjubæ,Þjóðólfshaga,Feti og

Lynghóli .Feðgarnir á Árbakka koma með tvær glæsihryssur sem báðar hafa hlotið 9.5 fyrir hægt tölt, gæðingarnir Hrókur frá Hjarðartúni og Glúmur frá Dallandi mæta á staðinn og Örvar frá Gljúfri sýnir okkur af hverju hann hlaut 10 fyrir skeið og svo mæta að minnsta kosti 3 einstaklingar sem unnu Landsmót 2016.

Sunnlendingar eiga líka einstaklega góð og efnileg klárhross sem og alhliðahross sem munu kynna sig á Ræktun og má nefna frábæra gripi frá Vöðlum og Engjavatni .

Húsið í Fákaseli opnar kl 18.00 og verður boðið uppá hamborgara og franskar og pizzur.

Miðasala fer mjög vel af stað og stefnir í frábæra stemningu í Fákaseli á laugardagskvöld.

Sýningin hefst kl. 20:00 á laugardagskvöld og fer forsala miða fram í Baldvin og Þorvaldi, Top Reiter og Líflandi á Hvolsvelli . Einnig er miðasala við innganginn.

Tilvalið að skella sér á frábæra sýningu á mörgu af því besta sem sunnlenskir hestamenn hafa uppá að bjóða.

Miðaverð er kr. 3.000, frítt fyrir 12 ára og yngri.