föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Miðsumarssýningar vinsælar

20. júní 2019 kl. 12:10

Álfhildur frá Syðri-gegnishólum og Olil Amble

Seinni vikan á Gaddstaðaflötum orðin fullbókuð

Nú er öllum vorsýningum lokið hér heima. Alls er búið að sýna 519 hross í fullnaðardóm það sem af er ári.

Miðsumarssýningar eru fyrirhugaðar á Gaddstaðaflötum við Hellu en þar verður dæmt í tvær vikur annarsvegar 15.-19 júli og hinsvegar 22.-26 júlí. Miðsumarssýning er einnig fyrirhuguð á Hólum í Hjaltadal 22.-26 júlí. Á þessu sýningum er þátttökufjöldi hrossa alls 384 hross.

Nú þegar þetta er skrifað er seinni vikan á Hellu orðin full og skráning í fyrri vikuna komin af stað. Ekkert hross er skráð á Hólum í Hjaltadal en líkur eru á því að það muni breyast.

Skráning á sýningarnar hófst þann 18.júní, fyrir tveimur dögum síðan, og er því greinilegt að hrossaræktendur eiga eftir að koma fjölda fyrirhugaðara ræktunargripa til dóms.