sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Miðasölur á stórmót að hefjast-

6. október 2011 kl. 15:22

Miðasölur á stórmót að hefjast-

Þó keppnistímabilinu er aðeins rétt rúmlega lokið láta aðstandendur stórmóta engan deiga síga, enda nýtt tímabil handan við hornið. Það er því ekki úr vegi að glerharðir hestamenn fari einnig að huga að því að taka þónokkrar helgar frá á næsta ári fyrir keppnisáhorf og þátttöku ef því er að skipta.

Starfsmenn Landsmóts ehf., Reykjavíkurborg og Fáksmenn eru í óðaönn að undirbúa veislu næsta sumars, Landsmóti í Reykjavík sem fara mun fram 25. júní – 1. júlí. Viðamiklar framkvæmdir fara fram í Víðidal, verið er að kynna mótið erlendis og ekki seinna vænna - því miðasala á mótið hefst í næstu viku! Landsmót mun þá opna fyrir jólaleik þar sem vegleg verðlaun eru í boði, m.a. flugmiðar og miðar á Landsmót o.fl.

Þá eru aðstandendur Heimsbikarsmótsins farnir að auglýsa sína veislu sem fer fram Óðinsvéum helgina 24.-25. febrúar. Kemur fram á heimasíðu mótsins að miðasala sé um það bil að fara að hefjast.

Svo má laumast í Mótaskrá LH fyrir árið 2012 til að kíkja á dagsetningar annarra viðburða komandi veturs.