miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Miðasalan fer vel af stað

30. október 2013 kl. 12:00

Uppskeruhátíð hestamanna 9. nóvember

Miðasala er hafin á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fer á Broadway laugardagskvöldið 9. nóvember. Hægt er að kaupa miða á Broadway, Ármúla 9 en einnig getur landsbyggðarfólk keypt miða í síma 533-1100 milli 13 og 16 alla virka daga fram að hátíðinni.

Dagskráin verður hefðbundin: Glæsilegur þriggja rétta matseðill, skemmtiatriði, verðlaun afhent og dregið í happdrætti. Já, það er nýjung, hver seldur miði er nefnilega happdrættismiði að auki! Það verða svo Helgi Björns og Reiðmenn vindanna sem halda uppi stuðinu á ballinu um kvöldið.