laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Michel Becker í Andvara

23. febrúar 2012 kl. 09:00

Michel Becker í Andvara

Boðið verður upp á fyrirlestur og sýnikennslu með Michel Becker sunnudaginn 26. febrúar. Efni fyrirlestrarins er „Léttleiki, jafnvægi og sveigjanleiki er leiðin að hreinum og góðum gangtegundum.“ Þetta er atburður sem áhugasamir og leitandi hestamenn mega ekki missa af.

Verð: 1.000 kr. 
Allir velkomnir.

Námskeiðið byrjar með fyrirlestri í eina klukkustund, kaffihlé,  áframhald  af fyrirlestri í rúml. klukkustund og þar á eftir er sýnikennsla. Við byrjum í félagsheimili Andvara og förum svo í reiðhöllina. Samtals er þetta ca 4 klst, 12.00 – 16:00.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku en möguleiki er á að hann verði þýddur á íslensku ef óskað er og eins er hægt að bera fram spurningar til Michels á íslensku.

Nánar:
Michel Becker hefur unnið eingöngu við íslenska hesta í 25 ár en hefur einnig lært á stórum hestum. Hann er franskur að uppruna en lengst af hefur hann unnið sem þjálfari, reiðkennari og járningamaður á hinu þekkta ræktunarbúi Wiesenhof í Þýskalandi. Einnig hefur hann starfað sjálfstætt í mörg ár. Hann er reiðkennari B fyrir íslenska hesta og hefur lokið þriggja ára námi hjá Philippe Karl í ”Skóla léttleikans” (”Ecole de Légèreté”) og hefur í mörg ár unnið að því að aðlaga þessi fræði að þörfum íslenska hestsins. Hann er sá eini í heiminum sem hefur lokið þessu námi en er sérhæfður í þjálfun íslenskra hesta.

Hugmyndafræðin sem Michel notar í kennslu sinni kemur að stórum hluta frá Philippe Karl (http://www.philippe-karl.com) en byggir á fræðum frá ”gömlum meisturum” eins og Xenophon, Pluvinel, La Guérinière og í seinni tíð Nuno Oliveira. Bruno Podlech á Wiesenhof hefur einnig verið áhrifamikil fyrirmynd fyrir hann og þar að auki er honum aðferðir úr Horsemanship mikilvægar í þjálfuninni. Michel kallar sjálfan sig „sífellt leitandi knapi“, og á við leitina að „hinni réttu leið“ þ.e. að hestvænni reiðmennsku og þjálfun, þar sem hesturinn er ávallt í fyrirrúmi í öllum þáttum þjálfunarinnar.