sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mette og Hnokki best í fimmgangi

8. mars 2012 kl. 07:56

Mette Mannseth kát með sigurlaunin í fimmgangi KS-deildarinnar í hestaíþróttum.

Hesta-Bjarni yngri barðist hetjulega

RÓSBERG ÓTTARSSON:

Keppni í fimmgangi í Meistaradeild Norðurlands, K.S deildinni, fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðhöllinni. Mette Mannseth og Hnokki frá Þúfum sigruðu eftir einvígi við Bjarna Jónasson og Djásn frá Hnjúki. Eftir forkeppnina stóðu Bjarni og Djásn efst með 6,87, fjórum kommum hærri en Mette og Hnokki. Aðrir í A – úrslitum voru Baldvin Ari Guðlaugsson með 6,43 og þar á eftir voru jafnir Ísólfur Líndal Þórisson á Kvaran frá Lækjamóti og Sölvi Sigurðarsson á Kristal frá Hvítanesi með 6,40.

Í B – úrslitum börðust Viðar Bragason á Sísí frá Björgum, Tryggvi Björnsson á Rammi frá Höfðabakka, Þorbjörn Hreinn Matthíasson á Gígju frá Litla Garði og Þorsteinn Björnsson á Kylju frá Hólum. Svo fór að Þorbjörn og Gígja höfðu þar sigur og tryggðu sér sæti í A – úrslitunum. Spennan var mikil í A – úrslitunum milli Mette og Bjarna en aðrir stóðu þeim töluvert að baki.

A – úrslit
Mette Mannseth – Hnokki frá Þúfum  7,26
Bjarni Jónasson – Djásn frá Hnjúki  7,17
Sölvi Sigurðarsson – Kristall frá Hvítanesi  6,76
Ísólfur L Þórisson – Kvaran frá Lækjamóti  6,74
Þorbjörn Hreinn Matthíasson – Gígja frá Litla Garði 6,57
Baldvin Ari Guðlaugsson – Jökull frá Efri Rauðalæk  6,55

B – úrslit
Þorbjörn Hreinn Matthíasson – Gígja frá Litla Garði  6,60
Viðar Bragson – Sísí frá Björgum  6,50
Tryggvi Björnsson – Rammur frá Höfðabakka  6,40
Þorsteinn Björnsson – Kylja frá Hólum  6,38