mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mette með hæsta meðaltal - Þórður með flest hross-

22. júní 2011 kl. 15:11

Mette með hæsta meðaltal - Þórður með flest hross-

Þegar er litið er yfir kynbótasýningar ársins er athyglisvert að velta fyrir sér afköstum knapanna.

Þórður Þorgeirsson hefur sýnt flest hrossin það sem af er árinu, eða 70 talsins. Daníel Jónsson og Sigurður V. Matthíasson hafa hvor um sig sýnt 52 hross og Jakob Svavar Sigurðsson 50.

Fjöldri sýnda hrossa:
 1. Þórður Þorgeirsson – 70
 2. Daníel Jónsson – 52
 3. Sigurður V. Matthíasson – 52
 4. Jakob Svavar Sigurðsson – 50
 5. Erlingur Erlingsson – 44
 6. Sigurður Sigurðarson - 42
 7. Bjarni Jónasson – 35
 8. Guðmundur Björgvinsson – 34
 9. Sigursteinn Sumarliðason - 27
 10. Tryggvi Björnsson – 26

Mette Moe Mannseth er sá sýnandi sem gaf hæsta meðaltal í hæfileikaeinkunnum, en af þeim 19 hrossum sem hún sýndi hlutu þau 8,18 í hæfileikaeinkunn að meðaltali. Þórarinn Eymundsson sýndi 12 hross sem hlutu að meðaltali 8,12 í einkunn fyrir hæfileika. Þau 20 hross sem Viðar Ingólfsson sýndi fengu 8,11 í hæfileikaeinkunn að meðaltali, sem er það sama og þau sjö hross sem Sara Ástþórsdóttir sýndi hlutu.

 1. Mette Moe Mannseth – 19 hross – 8,18
 2. Þórarinn Eymundsson – 12 hross – 8,12
 3. Viðar Ingólfsson – 20 hross – 8,11
 4. Sara Ástþórsdóttir – 7 hross – 8,11
 5. Þorvaldur Árni Þorvaldsson – 20 hross – 8,06
 6. Daníel Jónsson – 52 hross – 8,06
 7. Bergur Jónsson – 16 hross – 8,05
 8. Steingrímur Sigurðsson – 7 hross – 8,04
 9. Artemisia Bertus – 10 hross – 8,03
 10. Þórður Þorgeirsson – 70 hross – 8,00