þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mette leiðir liðið Draupnir/Þúfur í KS deildinni

10. febrúar 2015 kl. 10:27

Mette og Stjörnustæll

Horfir í spennandi fjórgangskeppni í kvöld.

 

KS-deildin hefst í kvöld á fjórgangskeppni. Mótið fer fram í Svaðastaðahöll og hefst kl. 20.

Undanfarið hafa lið keppninnar verið kynnt eitt af öðru. Það síðasta sem kynnt er til leiks er liðiðDraupnir/Þúfur

Liðstjóri þessa liðs er Mette Moe Mannseth og með henni í liði eru Barbara Wenzl, Gísli Gíslason og Þorsteinn Björnsson. 

 
"Þarna eru mjög sterkir knapar á ferðinni sem búa án efa yfir góðum hestakosti," segir í tilkynningu frá KS-deildinni.

Barbara mun mæta með Hrafnfinn frá Sörlatungu, Þorsteinn teflir Krónu frá Hólum fram og Mette mætir á Verdí frá Torfunesi.

Ráslista fjórgangskeppninnar má nálgast hér.