mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mette, Gísli, Hekla og Karen eru sómasýnendur ársins 2011-

2. mars 2012 kl. 14:48

Mette, Gísli, Hekla og Karen eru sómasýnendur ársins 2011-

Fjórir sýnendur kynbótahrossa sem sýndu tíu sýningar eða fleiri á síðasta ári voru með enga skráða áverka á hrossum. Þessir sómknapar eru Mette Mannseth, Gísli Gíslason, Hekla Katharína Kristinsdóttir og Karen Líndal Marteinsdóttir.

Auk þeirra eru töluvert margir knapar aðeins með skráða áverka í einni sýningu en listi yfir sómasýnendur verður birtur í heild sinni á hringferðarfundum um hrossarækt og hestamennsku. Ætti það að ýta undir góða og prúða reiðmennsku á kynbótasýningum komandi vors.

Áður hefur  komið fram að 18,9% hrossa sem komu úr braut í sumar voru með áverka á fótum eða munni og var hlutfallið talsvert meira en áður. Þá barst tólf knöpum bréf frá Fagráði í hrossarækt vegna þess að 25-55% sýninga þeirra voru í áverkaskrá. Mikil umræða hefur verið um áverka á kynbótasýningum. Fagráð hefur brugðist við þeim með því að ákveða að hross sem metin hafa verið með áverka af stigi 2 úr dómi hljóti hvorki dómsniðurstöður né verðlaun. Ef áverki 2 verður á yfirlitssýningu hljóti viðkomandi hross ekki mögulega hækkun einkunnar né heldur verðlaunun jafnvel þó það hafi komið ósárt úr dómi. Á fundi fagráðs 23. febrúar sl. var einnig rætt var hvort ástæða væri til sérstakrar hegningar til handa knöpum á umræddum hrossum. Ekki þótti ástæða til að setja eina fasta reglu þar um en undirstrika að áminning fyrir grófa reiðmennsku fylgdi með ef ástæða þætti til svo sem endranær.