miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Metskráning á Líflandsmótið!

15. apríl 2009 kl. 15:40

Metskráning á Líflandsmótið!

Gríðarmikil skráning er á Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks sem fram fer í Reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 19.apríl. Skráningar eru yfir 160 talsins sem telja má metþátttöku. Mótið er stórskemmtilegt að venju og verður keppt í flokki polla, barna, unglinga og ungmenna. Margir okkar færustu knapa hófu einmitt keppnisferill sinn á MR eða Líflandsmóti í Víðidalnum og mótið er sannarlega góður vettvangur að stíga sín fyrstu skref í keppni.

Lífland kemur veglega að mótinu sem styrktaraðili þess eins og undanfarin ár en þeir gefa öll verðlaun mótsins, sem og glæsilegan hnakk sem dreginn verður úr nöfnum þátttakenda.

Þess má geta að dagskrá og ráslistar munu birtast á www.fakur.is og á vefmiðlum hestamanna á fimmtudaginn.

Lífland og æskulýðsnefnd Fáks hvetur áhorfendur til að mæta í Reiðhöllina á sunnudagsmorguninn og skapa mikla stemningu á áhorfendapöllunum til að hvetja krakkana.

Sjáumst hress á sunnudaginn!