miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Metnaðarfullt starf hjá landsliðsnefnd

8. júlí 2011 kl. 00:31

Metnaðarfullt starf hjá landsliðsnefnd

Það er greinilegt að metnaðarfullt starf er í gangi hjá landsliðsnefnd. Einar Öder og Hafliði Halldórsson eru sem stendur á Þýska meistaramótinu í Roderath að skanna keppinautana og Íslendinga sem eru starfandi í Evrópu,..

en margir þeirra eru að keppa á þessu móti. Nefndin er einnig með útsendara á Norska og Sænska meistaramótinu sömu erinda.
Annað sem er á dagskrá er síðan Íslandsmeistaramótið en að því loknu verður væntanlega kynnt endanlegt landslið.

Það er án efa sterkur leikur hjá landsliðsnefnd að fá Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta til ráðgjafar en auglýstur hefur verið opinn fundur þar sem hann mun halda fyrirlestur um undirbúning landsliðs fyrir mót. Guðmundur hefur náð árangri sem er einstæður og er án efa margt til hans að sækja. Eiðfaxi hvetur alla þá sem áhuga hafa á málefnum landsliðsins í hestaíþróttum til að koma á fundinn en hann verður haldinn þann 12. Júlí næstkomandi í húsakynnum ÍSÍ á 3.hæð, og hefst stundvíslega kl.17:00. .